| Sf. Gutt

Afmælisleikur í Berlín


Það verður sannkölluð afmælishátíð í Berlín í dag. Hertha Berlín og Liverpool mætast í tilefni afmælis heimamanna en félögin fagna reyndar bæði 125 ára afmæli sínu á komandi leiktíð. 

Liðin mætast á Olympíleikvanginum í Berlín sem er auðvitað heimavöllur Hertha. Leikvangurinn er einn af frægustu leikvöngum veraldar en hann var reistur fyrir Olympíuleikana 1936. Hertha hefur spilað á vellinum frá því 1963. Úrslitaleikir í þýsku bikarkeppninni eru leiknir á vellinum.

Liverpool hefur verið við æfingar í Þýskalandi síðustu daga. Jürgen Klopp mætir með sína sterkustu menn nema hvað James Milner, Nathaniel Clyne, Loris Karius og Danny Ward eru meiddir. Emre Can og Sadio Mané koma á hinn bóginn til leiks með Liverpool í fyrsta skipti í sumar og búast má við að nýliðinn Andy Robertson spili sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Emre fékk frí eftir Álfukeppnina en Sadio hefur verið meiddur frá því í apríl. Það verður gaman að sjá hvernig liðið spilar á þessum fræga leikvangi. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan