| Grétar Magnússon

Nýr styrktaraðili

Liverpool FC og Western Union tilkynntu í dag um samstarf þar sem síðarnefnda fyrirtækið mun auglýsa á ermum búninga félagsins.  Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Liverpool fær styrktaraðila til að auglýsa á ermum búninganna.


Western Union er fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslumiðlun og millifærslum á peningum milli landa og verður fyrirtækið þar með opinberi samstarfsaðili félagsins þegar kemur að þeim málum.

Billy Hogan, yfirmaður auglýsingamála hjá félaginu sagði af þessu tilefni:  ,,Western Union er auðþekkjanlegt vörumerki um allan heim og við erum í skýjunum með að hafa fengið þá til liðs við okkur og vera um leið fyrsta fyrirtækið sem auglýsir á treyjuermum félagsins."

,,Okkur hlakkar mikið til samstarfsins og bjóða þar með uppá fleiri tækifæri fyrir stuðningsmenn okkar um heim allan."

Jean-Claude Farah, forseti Global Payments hjá Western Union hafði þetta að segja:  ,,Western Union og Liverpool FC eru bæði keyrð áfram af ástríðu fyrir því að sameina samfélög, hvort sem það er með því að færa peninga milli landa eða spennunni yfir því að fylgjast með knattspyrnunni.  Samstarfið nær langt út fyrir það að auglýsa bara á ermunum því við munum bjóða uppá okkar þekkingu þegar kemur til þess að stuðningsmenn félagsins þurfi að flytja peninga milli landa og þar með tengja betur saman stuðningsmenn félagsins um allan heim."

Skv. fréttum er samningurinn til fimm ára og er hann 25 milljóna punda virði á samningstímanum.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan