| Sf. Gutt

Virgil van Dijk biður um sölu

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur formlega farið fram á það að vera seldur frá Southampton. Hann segist ekki vera sáttur við þá afstöðu forráðamanna Southampton að hann sé ekki til sölu og biður um að félagið sitt skoði tilboð frá öðrum félögum.  

Verður þessi beiðni Virgil til þess að hann komi til Liverpool eftir allt saman? Það er reyndar alls óvíst. Southampton kvartaði formlega yfir því að Liverpool hefði ekki farið réttilega að því að hafa samband við Hollendinginn fyrr í sumar og ekki er víst að Southampton vilji eiga viðskipti við Liverpool. Talið er að Chelsea hafi hug á því að kaupa Virgil en þeir sem best þykja þekkja til málsins þykjast vita að hann vilji fara til Liverpool.

Allt útlit er á því að Virgil spili ekki meira með Southampton en ekki er gott að segja hvert hann fer.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan