| Grétar Magnússon

Meistaradeildarhópurinn

Liverpool er búið að leggja fram lista af þeim leikmönnum sem eru í hópnum fyrir leikina við Hoffenheim í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.


Hópurinn samanstendur af 32 leikmönnum og er þannig skipaður:

Markverðir:  Simon Mignolet, Loris Karius, Danny Ward.

Varnarmenn:  Joel Matip, Dejan Lovren, Ragnar Klavan, Joe Gomez, Conor Masterson, Nathaniel Clyne, Trent Alexander-Arnold, Alberto Moreno, Andy Robertson, Jon Flanagan.

Miðjumenn:  Philippe Coutinho, Jordan Henderson, Gini Wijnaldum, Emre Can, James Milner, Marko Grujic, Cameron Brannagan, Ovie Ejaria, Ben Woodburn.

Sóknarmenn:  Roberto Firmino, Daniel Sturridge, Divock Origi, Dominic Solanke, Sadio Mané, Mohamed Salah, Ryan Kent, Sheyi Ojo, Harry Wilson, Rhian Brewster.

Einhverjir taka eftir því að Danny Ings er ekki í þessum hópi en hann er jú enn að jafna sig af alvarlegum meiðslum eins og flestir þekkja.  Ef Liverpool kemst áfram í riðlakeppnina verður nýr listi af leikmönnum sendur inn og þá er ekki ólíklegt að Ings verði með.

Það kemur svo fáum á óvart að þeir Mamadou Sakho og Lazar Markovic eru ekki í hópnum.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan