| Heimir Eyvindarson

Keita búinn að skrifa undir


Naby Keita gekkst undir læknisskoðun hjá Liverpool í morgun og skrifaði í framhaldinu undir samning. Sá hængur er þó á þessari gleðifrétt að Keita kemur ekki til félagsins fyrr en næsta sumar.

Það er auðvitað frábært að Liverpool hafi tekist að krækja í þennan frábæra leikmann, en það verður erfitt að bíða eftir honum þangað til næsta sumar. Síðan er spurning hvort þessar fréttir breyti einhverju um stöðuna í málum Coutinho og Can, en það verður víst bara að koma í ljós. 

James Pearce segir að Liverpool borgi Leipzig 48 milljónir (sem er klásúlan í samningi hans) og einhverja aura til viðbótar fyrir að ganga frá málunum strax. Það er ekki ljóst á þessari stundu hversu há sú upphæð er. Miðað við verðhugmyndirnar á markaðnum í dag held ég að við getum verið hoppandi kát með þessi málalok. 

Nánar síðar.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan