| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Forkeppni fyrir HM í Rússlandi stendur nú yfir. Ben Woodburn var hetja Wales í gærkvöldi og Philippe Coutinho er orðinn mun hressari en hann hefur verið síðustu vikurnar. 

Wales mætti Austurríki í Cardiff í kvöld og þurftu heimamenn nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika að halda í vonina um umspilssæti. Ben kom inn á sem varamaður á 64. mínútu. Fimm mínútum seinna fékk hann boltann í fyrsta sinn rétt fyrir utan vítateiginn, lagði hann fyrir sig og þrumaði honum svo neðst í markhornið með hnitmiðuðu skoti. Allt gekk af göflunum og þetta var sannarlega magnað andartak. Ben er aðeins 17 ára og hann komst auðvitað í annála Liverpool í nóvember á liðnu ári þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik í 2:0 sigri á Leeds United í Deildarbikarnum. Ben skoraði þá stuttu eftir að hann kom til leiks. Hann er því bæði búinn að skora í sínum fyrsta leik með Liverpool og Wales. Danny Ward var á bekknum. 


Andrew Robinson skoraði líka sitt fyrsta landsliðsmark. Hann skoraði með fallegu skoti utan vítateigs þegar Skotar unnu Litháa á útivelli. Stuart Armstong og James McArthur skoruðu hin mörkin. 

Philippe Coutinho var hinn hrssasti þegar hann var kominn til Brasilíu þar sem hann æfði með bros á vör. Hann gerði það gott betur því hann skoraði í 2:0 sigri á Ekvador. Roberto Firmino lék ekki og var á bekknum. 

England vann 0:4 sigur á Möltu. Jordan Henderson var fyrirliði og Alex Oxlade-Chamberlain lék sinn fyrsta landsleik sem leikmaður Liverpool. Daniel Sturridge var á bekknum. 

Emre Can kom inn á sem varamaður þegar Þjóðverjar unnu 1:2 útisigur á Tékkum.

Simon Mignolet kom ekki við sögu þegar Belgar burstuðu Gíbraltar 9:0.

Georginio Wijnaldum var í liði Hollands sem steinlá 4:0 í París.

Ragnar Klavan stóð vaktina í vörn Eistlands sem gerði markalaust jafntefli í Grikklandi.

Mohamed Salah var í liði Egyptalands sem tapaði 1:0 á móti Úganda. 

Sadio Mané lék með Senegal sem gerði markalaust jafntefli við Búrkina Fasó.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan