| Grétar Magnússon

Meistaradeildarhópurinn klár

Liverpool FC er búið að tilkynna um hvaða leikmenn félagsins eru gjaldgengir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.  Athygli vekur að Nathaniel Clyne er ekki þar á meðal.


Clyne spilaði síðast fyrri hálfleik í fyrsta leik undirbúningstímabilsins gegn Tranmere Rovers.  Eftir það hefur hann verið á meiðslalistanum vegna bakmeiðsla og ekki er enn ljóst hversu lengi þau halda honum frá keppni.  Það er þó ljóst að meiðslin hljóta að vera alvarleg þar sem riðlakeppninni lýkur ekki fyrr en í desember.  Adam Lallana, sem er einnig á meiðslalistanum er þó í Meistaradeildarhópnum sem og Philippe Coutinho.

Félagið þarf að tilkynna um 25 manna hóp fyrir riðlakeppnina og áður en 16-liða úrslitin hefjast á næsta ári hefur félagið möguleika á því að skrá þrjá nýja leikmenn, þar af einn sem hefur tekið þátt í Evrópudeildinni fyrr á tímabilinu.  En þeir leikmenn sem hafa leikið með öðrum liðum í riðlakeppni Meistaradeildar mega ekki leika með öðrum liðum seinna í keppninni.

Fyrsti leikur liðsins er svo gegn Sevilla á Anfield í næstu viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 13. september klukkan 18:45.

Hér er listinni í heild sinni:

Markverðir:  Loris Karius, Simon Mignolet, Danny Ward

Varnarmenn:  Dejan Lovren, Joe Gomez, Ragnar Klavan, Alberto Moreno, Andy Robertson, Joel Matip, Jon Flanagan, Conor Masterson, Trent Alexander-Arnold.

Miðjumenn:  Gini Wijnaldum, James Milner, Philippe Coutinho, Jordan Henderson, Marko Grujic, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Emre Can, Cameron Brannagan, Ovie Ejaria, Sheyi Ojo.

Sóknarmenn:  Roberto Firmino, Mohamed Salah, Daniel Sturridge, Sadio Mane, Dominic Solanke, Ryan Kent, Rhian Brewster, Ben Woodburn, Harry Wilson.




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan