| Grétar Magnússon

Mané leikmaður ágústmánaðar

Sadio Mané var útnefndur leikmaður ágústmánar í ensku úrvalsdeildinni.


Mané skoraði í öllum þrem leikjum liðsins í mánuðinum og valið kemur því kannski ekki á óvart en samkeppnin var auðvitað hörð.

Þetta mun vera í fyrsta sinn síðan í mars 2014 sem leikmaður Liverpool er útnefndur leikmaður mánaðarins en þá hlutu þeir Steven Gerrard og Luis Suarez verðlaunin í sameiningu.  Það er því ansi langt síðan verðlaunin hafa fallið leikmanni Liverpool í skaut.

Mané sagði af þessu tilefni:  ,,Ég er mjög ánægður með að hljóta þessi verðlaun því það þýðir að maður er að standa sig vel en ég reyni sífellt að bæta mig.  Ég vil þakka liðsfélögum mínum því án þeirra væri ég ekki í þessari stöðu.  Ég er ánægður með byrjun tímabilsins.  Allir elska að skora mörk fyrir liðið sitt og það gefur mér sjálfstraust."



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan