| Sf. Gutt

Dejan og Joel tæpir




Varnarleikur Liverpool hefur ekki verið nógu traustur það sem af er leiktíðar og nú eru tveir af miðvörðum liðsins tæpir fyrir næsta leik. 

Dejan Lovren hefur misst af tveimur síðustu leikjum Liverpool vegna eymsla í baki og ekki er víst að hann geti spilað með á móti Leicester á laugardaginn. Sama má segja um Joel Matip sem fékk högg í leiknum á móti Burnley um síðustu helgi. Reyndar er líka óvíst um Emre Can en hann er líka stirður eftir leikinn gegn Burnley. 



Jürgen Klopp upplýsti þetta á blaðamannafundi í dag. Vörn Liverpool hefur yfirleitt tekið breytingum leik frá leik á þessu keppnistímabili og trúlega verður henni breytt frá Deildarbikarleiknum í Leicester á þriðjudaginn. Þá voru Ragnar Klavan og Joe Gomez miðverðir. Jon Flanagan og Andrew Robertson voru bakverðir. 






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan