| Sf. Gutt

Steven Gerrard tekinn inn í heiðurshöll



Þann 21. september var Steven Gerrard tekinn inn í Heiðurshöll Þjóðarknattspyrnuminjasafnsins. Þó nokkrir aðrir leikmenn Liverpool hafa verið teknir inn í höllina frá því stofnað var til hennar árið 2002 en nú var röðin komin að Steven. Hann sagði viðurkenninguna vera helst fyrir allt það sem hann lagði á sig á ferlinum.


,,Eins og aðrar einstaklingsviðurkenningar sem ég hef fengið á meðan ég spilaði og eins eftir að ég hætti þá er þetta svona krydd í tilveruna. Ég hef alltaf horft á svona sem bónus og í raun viðurkenningu fyrir þá miklu vinnu, tímann og þá ástundun sem sem ég lagði á mig á ferlinum."


,,Það gleðilegasta er að ég hef nú gengið í fótspor manna sem voru hetjur í mínum augum og spiluðu fyrir hönd félagsins. Manna á borð við Kenny og Ian Rush. Ég held að Michael Owen sé líka þarna á blaði. Maður fær ekki svona viðurkenningar án liðsfélaga sinna og allra þjálfaranna sem hjálpuðu manni að ná þangað sem raunin varð á."


Steven Gerrard lék 710 leiki með Liverpool og skoraði 186 mörk. Hann lék 114 landsleiki fyrir hönd Englands og skoraði 21 mark. Steven endaði feril sinn með Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum áður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra.
  


Steven Gerrard byrjaði að þjálfa hjá Liverpool snemma á þessu ári og fyrir yfirstandandi keppnistímabil tók hann við sem þjálfari undir 18 ára liðs Liverpool.

 



 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan