| Sf. Gutt

Adam og Nathaniel eru á batavegi

Adam Lallana og Nathaniel Clyne eru á batavegi. Báðir hafa verið á  meiðslalista frá því í sumar. Ekki er vafi á að það verður gott að fá þá aftur inn í liðshópinn. Óttast var að Adam myndi ef til vill ekki spila fyrr en í desember í versta falli. Þó ekki hafi verið staðfest hvenær enski landsliðsmaðurinn kemur aftur til leiks þá gæti hann komið á undan áætlun.Nathaniel hefur ekki spilað frá því í fyrsta æfingaleiknum í sumar. Hann hefur verið að berjast við bakmeiðsli ef rétt er munað. Lengi vel var óvíst um endurkomu en nú virðist vera að rofa til hjá honum.Þess má geta að ungliðinn Harry Wilson er nýfarinn að spila aftur en hann meiddist í sumar. Harry spilaði frábærlega með varaliðinu á síðasta keppnistímabili og lék sinn fyrsta aðalliðsleik. Hann nær vonandi koma sér vel í gang núna þegar hann er kominn aftur til heilsu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan