| Sf. Gutt

Kemur Virgil Van Dijk í janúar?


Virgil Van Dijk er byrjaður að spila með Southampton eftir að hafa reynt að komast frá félaginu í sumar. Allt er vitað um að Hollendingurinn var sá leikmaður sem Jürgen Klopp vildi fá til að styrkja vörnina. Liverpool varð frá að hverfa eftir að forráðamenn Southampton kvörtuðu yfir aðferðum þeirra til að fá leikmanninn til sín. Virgil sagðist vilja komast í burtu en það var ekki í boði og hann var hafður úti í kuldanum um tíma en er nú aftur kominn í liðið.

Virgil virðist þó ekki hafa gefið upp alla von um að komast í burtu í janúar þegar aftur verður opnað fyrir félagaskipti. Hann hafði þetta að segja um fjölmiðla. ,,Auðvitað vildi ég taka skref upp á við á ferli mínum en niðurstaðan varð  sú að Southampton vildi ekki leyfa mér að fara. Ég sé ekki eftir neinu og ég mun leggja allt í sölurnar fyrir félagið. En kannski verður möguleiki á einhverju þegar leiktíðin er hálfnuð."Virgil var efstur á óskalista Liverpool í sumar en margir hafa velt því fyrir sér af hverju ekki var reynt að kaupa einhvern annan miðvörð. Nokkrir voru orðaðir við Liverpool svo sem Davinson Sanchez, Kalidou Koulibaly,  Michael Keane, Piotr Zielinski, sem er á myndinni fyrir ofan, og einhverjir aðrir. Jürgen Klopp segir að margir leikmenn hafi verið skoðaðir en af ýmsum ástæðum varð niðurstaðn sú að kaupa ekki neinn og treysta þeim sem eru fyrir í liðshópnum.

Virgil hefði þó verið keyptur ef það hefði verið hægt að kaupa hann. En kannski kemur hann til Liverpool eftir áramótin eftir allt saman. Við sjáum hvað setur með það en þangað til verður að nota þá menn sem eru til taks. 

 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan