| Sf. Gutt

Tveir ungir valdir í aðallandslið

Nú standa landsleikir fyrir dyrum. Venju samkvæmt voru all margir leikmenn Liverpool valdir í sín landslið. Tveir ungir leikmenn voru valdir í aðallandslið sín. 

Um er að ræða varnarmennina Joe Gomez og Alberto Moreno. Báðir hafa leikið býsna vel á leiktíðinni og þá sérstaklega Alberto sem er óþekkjanlegur frá síðasta keppnistímabili. 


Alberto Moreno hefur reyndar komið við sögu í aðallandsliði Spánar áður en hann hefur leikið þrjá landsleiki. Miðað við hvernig hann lék í fyrra þá hefði engum dotttið í hug að hann ætti eftir að komast í spænska landsliðið ári seinna. 


Joe Gomez er í fyrsta sinn í aðalliðshópi Englands. Hann hefur leikið með yngri landsliðunum og nú síðast með undir 21. árs liðinu þar sem hann var skipaður fyrirliði í haust. Joe meiddist illa á hné haustið 2015 og var frá í meira en ár. Hann er nú að koma sterkur til baka. Hann hefur jafnan leikið miðvörð fram að þessu en það sem af er leiktíðar hefur hann verið hægri bakvörður og hefur hann komist vel frá því. 

Það er gleðilegt að þessir ungu leikmenn sem haf átt erfitt uppdráttar síðustu misseri hafi náð að komast í landslið sín. Vonandi meiðast þeir þó ekki í landsleikjahrotunni sem fer í hönd!

Í þessu samhengi má nefna að hinir tveir leikmenn Liverpool sem hafa spilað bakvarðarstöðurnar á leiktíðinni eru líka í landsliðum. Andrew Robertson er í skoska landsliðinu og Trent Alexander-Arnold er í undir 21. árs landsliði Englands. 
 TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan