| Grétar Magnússon

Leikmenn snúa aftur

Nokkrir leikmenn sem voru að spila með landsliðum sínum í síðustu viku hafa snúið aftur til æfinga á Melwood.  Það eru þó bæði slæmar fréttir og góðar af ástandi manna.

Sadio Mané virðist hafa meiðst eitthvað í landsleik Senegala og Suður-Afríkumanna ef marka má fréttir og hefur hann verið sendur aftur til Englands til að fá úr því skorið hvað amar að.  Hann er, þegar þetta er skrifað, ekki mættur aftur á Melwood en samkvæmt fréttatilkynningu frá senegalska landsliðinu hafa ,,gömul meiðsli" tekið sig upp aftur og er þá væntanlega átt við meiðsli aftaní læri sem héldu honum frá keppni nýlega.  Við skulum vona að þetta sé ekki alvarlegt en staðan skýrist væntanlega síðar í dag.

Þeir leikmenn sem ekki voru í landsliðsverkefnum fengu viku frí frá æfingum en eru mættir aftur til vinnu í dag, meðal annara eru þetta þeir Mohamed Salah, Daniel Sturridge og Alex Oxlade-Chamberlain.

Jordan Henderson ætti að öllu óbreyttu að geta hafið æfingar að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn West Ham.  Það eru svo góðar fréttir af Adam Lallana en hann er byrjaður að æfa að fullu á ný og í vikunni verður æfingaleikur spilaður á æfingasvæðinu þar sem hann mun taka þátt.  Búist er við því að hann geti svo verið í leikmannahópnum gegn Southampton um næstu helgi.


Þeir leikmenn sem mæta aftur síðar í vikunni eru þeir Philippe Coutinho, Roberto Firmino, Alberto Moreno, Emre Can, Simon Mignolet, Gini Wijnaldum, Joe Gomez og Dominic Solanke, ásamt Dejan Lovren sem hjálpaði landsliði sínu, Króatíu að komast á HM eftir sigur í umspili við Grikki.

Þegar þessu landsleikjahléi er lokið verður álagið á leikmannahópinn töluvert og t.d. verða næstu 12 leikir spilaðir á sex vikum og þar eru t.d. spennandi leikir við Chelsea, Everton, Arsenal í deildinni og Sevilla í Meistaradeild.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan