| Heimir Eyvindarson

Salah leikmaður ársins í Afríku

Mohamed Salah var í kvöld valinn leikmaður ársins 2017 í Afríku. Hann sagði í þakkarræðunni að árið hefði verið ótrúlegt. Við getum öll tekið undir það. 

Sadio Mané varð annar og Pierre Aubameyang hjá Borussia Dortmund þriðji. Liverpool getur því státað af því að hafa tvo bestu leikmenn Afríku í sínum röðum. Aukinheldur hefur Jürgen Klopp þjálfað þá alla.  

Þeir Salah og Mané ferðuðust saman til Accra í Ghana, þar sem verðlaunaafhendingin fór fram. Þeir verða komnir til Liverpool í tæka tíð fyrir leikinn við Everton á morgun, en Salah mun ekki taka þátt í honum vegna meiðsla. 

Við óskum Salah til hamingju með kjörið og vonum að 2018 verði að minnsta kosti jafngott hjá honum. TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan