| Grétar Magnússon

Corey Whelan á láni til Yeovil Town

Fyrirliði U-23 ára liðs Liverpool, Corey Whelan hefur gengið til liðs við Yeovil Town sem spila í neðstu atvinnumannadeild Englands, League Two.

Whelan er írskur og hefur spilað með U-21 árs landsliði þeirra, hann er tvítugur að aldri og skrifaði undir nýjan samning við félagið í desember í fyrra, skömmu eftir tvítugsafmæli sitt.

Hann gekk til liðs við Liverpool ungur að árum og spilaði fyrst með U10 ára liði félagsins en félagið fékk hann til sín frá Crewe Alexandria.  Síðan þá hefur hann æft í Akademíu félagsins og verið hluti af flestöllum yngri liðunum í gegnum árin.

Hann var svo gerður fyrirliði U-23 ára liðs félagsins í byrjun þessa tímabils.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan