| Sf. Gutt

Sögulegur sigur Liverpool á Everton!


Bikarsigur Liverpool á Everton var um margt sögulegur. Hann innsiglaði nýtt met í sögu Liverpool og markaði líka fyrsta sigur Liverpool á Everton í FA bikarnum á Anfield Road!
Sigur Liverpool á Everton þýddi að Liverpool setti nýtt met. Þetta var sem sagt 16. leikurinn í röð í öllum keppnum sem Liverpool spilar á móti Everton án þess að tapa. Gamla metið, 15 leikir, var sett á milli á áratugnum 1970 til 1980. Liverpool tapaði síðast fyrir Everton haustið 2010. Jafntefli hefði tryggt nýtt met en það var bara enn sætara að setja nýtt met með sigri!


Leikurinn bætti enn einni leiktíð við í safnið sem Liverpool tapar ekki á móti Everton á Anfield. Reyndar hefur Liverpool ekki beðið ósigur á móti Everton á þessari öld! Everton vann síðast á Anfield haustið 1999.Sigurinn markaði líka tímamót því þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem Liverpool vinnur Everton á Anfield í FA bikarnum. Þetta var fimmta viðureign liðanna á Anfield í keppninni og hafði fyrstu fjórum leikjunum liðanna lokið með jafntefli. Ian Rush fagnar marki í úrslitaleiknum 1986.Ian Rush fagnar marki í úrslitaleiknum 1989. 

Þetta var í 18. sinn sem grannliðin hafa lent saman í FA bikarnum. Liverpool hefur ekki mætt neinu liði oftar í keppninni. Liverpool hefur 11 sinnum haft betur og þar af tvívegis í úrslitaleikjum. Fyrst 3:1 1986 og svo 3:2 1989. 

Bikarsigurinn var því ekki bara gleðilegur og frábær í alla staði heldur líka sögulegur :)

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan