| Sf. Gutt

Tommy Lawrence látinn!

Tommy Lawrence fyrrum markmaður Liverpool er látinn. Hann var markvörður Liverpool milli 1957 til 1971 og spilaði 390 leiki.

Tommy fæddist 14. maí í Dailly í Skotlandi. Ungur að aldri fluttist hann með fjölskyldu sinni suður til Englands og ólst upp í Warrington nærri Liverpool. Hann var fyrst hjá Warrington Town en fékk samning við Liverpool 1957.

Hann mátti þó bíða í fimm ár eftir að spila sinn fyrsta leik með Liverpool. En eftir að hann náði markmannsstöðunni gaf hann hana ekki eftir árum saman. Mörgum fannst Tommy hálf þybbinn og hann hafði viðurnefnið ,,Fljúgandi svínið." Hann kunni sjálfur prýðilega við nafngiftina. Þrátt fyrir vaxtarlagið þá var Tommy eldsnöggur og liðugur og það var ekkert auðvelt að koma boltanum framhjá honum.

Tommy þótti frábær markmaður og hann varð þekktur fyrir að spila framarlega og hreinsa frá eins og varnarmaður ef því var að skipta. Hann var brautryðjandi í þessum leikstíl í ensku knattspyrnunni.  

Tommy varð Englandsmeistari 1963/64 og 1965/66 auk þess að vinna FA bikarinn 1965. Hann varð þrívegis, 1964, 1965 og 1966, Skjaldarhafi.  Hann stóð í marki Liverpool í leikjunum gegn KR í Evrópukeppni meistaraliða 1964. Tommy yfirgaf Liverpool 1971 og fór yfir Mersey ána til Tranmere Rovers. Hann endaði svo ferilinn hjá Chorley þar sem hann var líka þjálfari. Tommy lék þrjá landsleiki fyrir Skotland.

Liverpool klúbburinn á Íslandi vottar fjölskyldu Tommy Lawrence samúð sína. 

Hér má horfa á myndband af Liverpoolfc.com þar sem Tommy Lawrence segir frá ferli sínum. 

Hér eru myndir af ferli Tommy Lawrence sem birtust á vefsíðu Liverpool Echo.

Hér er
hægt að lesa um feril Tommy á LFCHISTORY.NET.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan