| Sf. Gutt

Kemur Naby Keita strax?

Eftir að Philippe Coutinho þröngvaði brottför sinni til Barcelona í gegn hefur verið rætt um hvort Liverpool geti flýtt vistaskiptum Naby Keita til félagsins frá RB Leipzig. Liverpool hefur auðvitað nú þegar tryggt sér krafta hans en samningurinn tekur ekki gildi fyrr en í sumar. 

Forráðamenn Liverpool eiga að hafa sett sig í sambnd við ráðamenn Leipzig og viðrað þá hugmynd hvort hægt sé að flýta för Naby þannig að hann komi núna í þessum mánuði. 

Eftir því sem næst verður komist ætla þeir sem stjórna hjá Leipzig ekki að gefa kost á því. Liðið er meðal efstu sæta í Þýskalandi og þurfa á sínum bestu mönnum að halda í baráttu um Meistaradeildarsæti. 

Liverpool mun hafa borgað um 50 milljónir sterlingspunda fyrir Naby og ef hann ætti að koma fyrr þyrfti líklega að bæta tíu milljónum eða meira við kaupupphæðina. Flest bendir þó til þess að Naby verði hjá Leipzig til loka leiktíðarinnar. Það verður þó að bíða þar til lokað verður fyrir félagskipti áður en allt kemst á hreint í þessu máli. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan