| Sf. Gutt

Liverpool keypti ungan leikmann

Það fór kannski framhjá flestum en Liverpool keypti ungliða undir lok janúar. Sá þykir mjög efnilegur og höfðu önnur félög áhuga á honum.

Um er að ræða skoska strákinn Tony Gallacher. Hann var keyptur frá Falkirk. Hermt er í frétt Liverpool Echo að Liverpool hafi borgað 200.000 sterlingspund fyrir Tony sem er 18 ára.  

Tony æfði með unglingum Liverpool í eina viku í janúar og í kjölfarið var gengið til samninga við Falkirk. Hann er vinstri bakvörður og hefur vakið athygli annarra stórliða. Hermt er að Manchester United og jafnvel Barcelona hafi litið á hann. Hvort sem það er rétt þá er Tony efnilegur leikmaður. 

Tony er búinn að spila nokkuð með aðalliði Falkirk sem spilar í næst efstu deild í Skotlandi. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Skotlands nú síðast undir 17 ára liðinu.

Hann mun til að byrja með æfa með varaliði Liverpool. 

Hér má sjá Kenny Dalglish bjóða landa sinn velkominn til Liverpool.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan