| Grétar Magnússon

Meistaradeildarhópurinn

Liverpool tilkynnti í dag breytingar á leikmannahópi sínum fyrir komandi leiki í Meistaradeild Evrópu.

Ljóst var að breytingar þurfti að gera á hópnum þar sem þeir Philippe Coutinho, Daniel Sturridge, Marko Grujic og Jon Flanagan eru allir horfnir á braut.  Þeir sem koma inn í staðinn eru Virgil van Dijk, Nathaniel Clyne og Danny Ings.

Það vekur athygli að Clyne skuli vera í þessum hópi þar sem lítið hefur frést af honum á þessu tímabili vegna meiðsla.  Fátt hefur verið gefið upp um nákvæmlega hvað amar að þessum ágæta hægri bakverði en þetta gefur þó vonir um að hann gæti snúið til baka á tímabilinu.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan