| Grétar Magnússon

Frábær tölfræði Mohamed Salah

Mohamed Salah skoraði tvennu gegn Tottenham á sunnudaginn var og er þar með búinn að skora 28 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.  Hann hefur bætt og jafnað nokkur met það sem af er tímabili.

Hér er yfirlit yfir þau met sem hann hefur slegið hjá félaginu nú þegar:

- Hann skoraði fimm mörk í fyrstu níu leikjum deildarinnar og varð þar með þriðji fljótasti leikmaður félagsins til að ná að skora fimm deildarmörk sem og þriðji fljótasti í mínútum talið (616).

- Eftir 12 leiki var hann kominn með níu mörk og þar með sló hann met Robbie Fowler sem hafði skorað átta mörk í fyrstu 12 leikjum sínum.

- Egyptinn jafnaði svo félagsmet þegar hann skoraði sitt 10. deildarmark í 13. leik sínum, gegn Chelsea.

- Hann varð svo níundi leikmaðurinn í sögu félagsins (í deildarleikjum) til að koma inn af bekknum og skora tvö mörk (gegn Stoke City) og sá fyrsti til að gera það á útivelli í 21 ár.

- Salah varð fyrsti leikmaðurinn í sögu Liverpool síðan Ian Rush var uppá sitt besta árið 1986 til að skora 20 mörk í öllum keppnum áður en jólin gengu í garð.  Þeim áfanga náði hann gegn Bournemouth.  Hann varð einnig fjórði fljótasti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 20 mörk fyrir félagið og sá næst fljótasti til að ná þeim áfanga í aðeins 26 leikjum.

- Fyrir jól skoraði hann 21 mark í öllum keppnum og er hann þar með í þriðja sæti yfir þá leikmenn félagsins sem hafa náð þeim áfanga.

- Fyrir áramót skoraði hann alls 23 mörk og jafnaði hann þar með félagsmet þegar hann skoraði tvennu gegn Leicester City.


- Salah náði 25 marka múrnum eftir 32 leiki og aðeins tveir leikmenn í sögu félagsins hafa gert betur.  25. mark hans kom gegn W.B.A. í FA bikarnum.

- 20. mark hans í deildinni kom á sunnudaginn var gegn Tottenham og er hann jafn öðrum leikmanni í fjórða sætinu þegar horft er til hversu fljótir menn voru að ná 20 marka múrnum í deild, það gerði hann í aðeins 25 leikjum.

- Þegar litið er eingöngu til Úrvalsdeildarinnar er hann sá fljótasti til að ná 20 mörkum í deild, eða eins og áður sagði í 25 leikjum.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan