| Sf. Gutt

Hugað að meiri endurbótum á Anfield!


Forráðamenn Liverpool eru nú farnir að huga að endurbótum á Anfield Road enda stúkunnar. Það er stúkan við þann enda leikvangsins sem er á móti Kop stúkunni. Á myndinni að ofan er horft til umræddrar stúku frá The Kop. 

Reiknað er með að núverandi stúka verði rifin og önnur ný reist eins og gert var þegar nýja Aðalstúkan, Main Stand, var endurbyggð. Núna tekur stúkan rétt um níu þúsund áhorfendur en sú sem á að koma í hennar stað á að taka um 16.000 áhorfendur að því að talið er. Stúkan verður í sama stíl og nýja stúkan. 

 

Eftir að þessi nýja stúka verður tekin í gagnið eiga um 61.000 áhorfendur á rúmast á Anfield. Núna tekur leikvangurinn 54,074 áhorfendur.

Endurgerð Aðalstúkunnar tókst mjög vel og endurgerð Anfield Road endans er nú næst á dagskrá. Ekkert hefur verið staðfest um þessar framkvæmdir eða hvenær verði ráðist í þær af félaginu sjálfu en reiknað er með opinberum tilkynningum núna í sumar.  TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan