| Sf. Gutt

Aftur í sólina!



Jürgen Klopp og föruneyti hans hélt til Spánar í dag eftir að hafa gist í Portó eftir stórsigurinn þar í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmenn Liverpool fara suður á bóginn þegar hlé gefst á milli leikja. Í byrjun árs, eftir jólatörnina, var liðið nokkra daga í Dúbaí. 

Liðið mun æfa og slaka á næstu daga á Marbella á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Reyndar verður kannski ekki svo mjög slakað á en æft verður stíft þessa daga. Jürgen er hrifinn af Spánardvölum á veturna en í fyrra fór hann með liðsmenn sína til La Manga og alls hefur hann farið fimm sinnum í æfingabúðir til heitari landa frá því hann tók við sem framkvæmdastjóri Liverpool. 

Reyndar kemur þetta tækifæri til að fara til Spánar ekki til af góðu því núna um helgina er leikið í FA bikarnum. Liverpool féll auðvitað úr keppni eftir slæmt tap fyrir West Bromwich Albion í síðustu umferð. Næsti leikur Liverpool er annan laugardag þegar West Ham United kemur í heimsókn á Anfield. 







 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan