| Sf. Gutt

Betri framlína en þegar Luis var hér


Steven Gerrard segir að framlína Liverpool þessa leiktíðina sé betri en þegar Luis Suarez leiddi sóknina 2013/14 og liðið rétt missti af Englandsmeistaratitlinum. Þá voru Luis og Daniel Sturridge í fremstu víglínu en núna eru það þeir Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané sem leiða sóknina. Philippe Coutinho var auðvitað í framlínunni þar til hann fór til Barcelona. En framlínan núna er betri segir Steven.


,,Báðar voru frábærar. En ef ég ætti að bera framlínurnar saman þá myndi ég segja það sé betri blanda í liðinu núna en þegar Suarez var hérna. Mané er fljótur og beinskeyttur. Firmino býr yfir góðri knatttækni, heldur boltanum vel og berst fyrir honum. Salah er svona blanda af þeim tveimur, hefur hæfileika beggja og skorar að auki mörk."


,,Það er eiginlega einstakt hvað liðið er duglegt. Allir leikmenn leggja allt í sölurnar og það er líka eftirtektarvert hversu óeigingjarnir þeir eru. Enginn er eigingjarn og menn spila vel saman í stað þess að einleika." 


Þeir tveir, Mohamed Salah og Roberto Firmino, sem hafa skorað mest hingað til á leiktíðinni eru nú komnir með 51 mark. Á leiktíðinni 2013/14 skoruðu Luis Suarez og Daniel Sturridge samanlagt 55 mörk. Sú var staðan hjá þeim Luis og Daniel í lok leiktíðar en núna er ennþá febrúar svo eitthvað á eftir að bætast við tölu þeirra Mohamed og Roberto. Vonandi dugar markaskorunin til að færa góða niðustöðu hjá liðinu í vor!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan