| Sf. Gutt

Evrópusigur á Manchester United

Unglingalið Liverpool, undir stjórn Steven Gerrard, komst í dag áfram í Evrópukeppni yngri liða. Liverpool vann sætan 2:0 heimasigur á Manchester United. 

Liverpool þótti spila mjög vel og vann sanngjarnan sigur. Fyrirliðinn Ben Woodburn skoraði fyrra markið og Rafael Camacho, sem kom inn á sem varamaður, það seinna. Leikurinn var í 16 liða úrslitum og næsti mótherji er líka frá Manchester. Það verður spennandi að sjá hvort Liverpool nær líka að slá Manchester City út. 

Liverpool komst örugglega í gegnum riðalkeppnina í haust en hún var leikin samhliða Meistaradeild aðalliða og var leikið gegn sömu mótherjum. Liverpool vann alla leikina utan einn. 

Framganga undir 18 ára liðsins í Evrópukeppninni bætir að nokkru upp fyrir brottfall úr Unglingabikarnum en Liverpool tapaði 2:3 á Anfield Road fyrir Arsenal í síðasta mánuði. Liðið komst í gegnum eina umferð en í henni vann Liverpool stórsigur 1:5 á Hartlepool United.

Hér eru
myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan