| Grétar Magnússon

Breytingar á apríl leikjum

Öllum fjórum leikjum liðsins í deildinni í apríl hefur verið breytt vegna beinna sjónvarpsútsendinga.


Fyrst ber að nefna nágrannaslaginn við Everton á Goodison Park en sá leikur hefur verið færður til sunnudagsins 8. apríl og hefst hann klukkan 13:15.  Við vekjum athygli á því að þarna verður kominn sumartími í Englandi og leikirnir byrja því einni klukkustund fyrr á Íslandi.

Bournemouth heimsækja Anfield laugardaginn 14. apríl og sá leikur verður síðasti leikur dagsins í deildinni, hefst hann klukkan 16:30.

Útileikur við W.B.A. hefur verið færður til sunnudagsins 22. apríl og verður flautað til leiks klukkan 13:15.

Að lokum er það svo heimaleikur við Stoke City sem fer fram laugardaginn 28. apríl klukkan 11:30.

Leikjunum við Everton, W.B.A. og Stoke gæti þó verið breytt enn frekar í tengslum við þátttöku Liverpool eða annara enskra liða í Meistaradeild Evrópu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan