| Sf. Gutt

Úr leik

Unglingalið Liverpool, undir stjórn Steven Gerrard, er úr leik í Evrópukeppni yngri liða. Liverpool féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni á móti Manchester City. Leikið var á heimavelli City. 

Curtis Jones kom Liverpool yfir eftir góða skyndisókn. Lukas Nmecha jafnaði með skoti beint úr aukaspyrnu. Ekki var meira skorað og þurfti að gera út um leikinn í vítaspyrnukeppni. Manchester City vann hana 3:2. City mætir Barcelona í undanúrslitum.

Liverpool þótti spila mjög vel í leiknum en það dugði ekki til. Piltar Steven Gerrard geta verið ánægðir með árangur sinn í keppninni þó svo að skemmtilegra hefði verið að komast lengra.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan