| Heimir Eyvindarson

Salah getur slegið 105 ára gamalt met

Mohamed Salah hefur skorað fleiri mörk í Úrvalsdeildinni í vetur en fjögur lið deildarinnar; Burnley, Swansea, Huddersfield og WBA. Ef svo fer fram sem horfir getur hann slegið 105 ára gamalt met.

Mo Salah hefur farið á kostum í vetur og raðað inn mörkum. Mörkin í Úrvalsdeild eru orðin 28, jafn mörg og Brighton hefur skorað og fleiri en ofantalin fjögur lið.

Þar að auki eru fjögur lið til viðbótar innan seilingar hjá Egyptanum; Southampton og Stoke með 29 mörk og Newcastle og Crystal Palace með 30 mörk. 

Eins og staðan er í dag er því alls ekki útilokað að Salah endi tímabilið með fleiri mörk skoruð en heil 9 lið! Það væri algjörlega magnað.

Frá stríðslokum hefur það raunar aðeins einu sinni gerst að einstaklingur hafi skorað fleiri mörk en heilt lið í efstu deild. Það var á síðustu leiktíð þegar Harry Kane skoraði 29 mörk, jafnmörg og Sunderland en tveimur fleiri en Middlesboro. 

Metið í efstu deild er frá tímabilinu 1912-1913 þegar David McLean, sem lék fyrir The Wednesday (Sheffield Wednesday) skoraði 38 mörk, töluvert fleiri en bæði Notts County (28) og Arsenal (26).

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan