| Grétar Magnússon

Salah í liði ársins

Í dag var gefið út hvaða leikmenn eru í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni og kemur það fáum á óvart að Mohamed Salah er þar að sjálfsögðu með.


Fleiri undra sig kannski á því af hverju samherji hans Roberto Firmino sé ekki í liðinu en framlínuna skipa þeir Sergio Aguero, Harry Kane og Mohamed Salah, þrír markahæstu menn deildarinnar þegar þetta er skrifað.

Að öðru leyti kemur fátt á óvart í þessu vali en liðið er þannig skipað:

Markvörður:  David de Gea (Manchester United).

Varnarmenn:  Marcos Alonso (Chelsea), Nicolas Otamendi (Manchester City), Jan Verthongen (Tottenham), Kyle Walker (Manchester City).

Miðjumenn:  Christian Eriksen (Tottenham), Kevin de Bruyne (Manchester City), David Silva (Manchester City).

Sóknarmenn:  Sergio Aguero (Manchester City), Harry Kane (Tottenham), Mohamed Salah (Liverpool).

Meistarar Manchester City eiga alls fimm leikmenn, Tottenham eiga þrjá og svo eiga Liverpool, Chelsea og Manchester United einn leikmann hvert.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan