| Sf. Gutt

Nokkur ný met!


Metin virðast falla jafnt og þétt ef litið er til markaskorunar framherja Liverpool. Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga nú allir ný landsmet í skoruðum mörkum leikmanna frá sínum þjóðlöndum í Úrvalsdeildinni.


Moahmed, sem er kominn með 30 deildarmörk, sló fyrir nokkru egypska metið sem Ahmed Hossam Hussein Abdelhamid átti. Sá er reyndar betur þekktur sem Mido. Hann skoraði 22 deildarmörk fyrir Tottenham Hotspur, Middlesbrough og Wigan Athletic. Um er að ræða mörk í efstu deild á Englandi.  


Sadio Mané á nú senegalska metið. Hann hefur nú skorað 44 mörk í efstu deild á Englandi en gamla metið 43 mörk átti Demba Ba sem lék með West Ham United, Newcastle United og Chelsea. 


Mohamed er líka búinn að setja met yfir markaskorun leikmanns frá Afríku á einni leiktíð í Úrvalsdeildinni ensku. Hann er, eins og fyrr segir, kominn með 30 mörk og sló þar með met, 29 mörk, sem Didier Drogba leikmaður Chelsea setti á leiktíðinni 2009/10. Mohamed á vonandi eftir að bæta metið eitthvað til loka leiktíðar. 


Roberto Firmono er kominn með 15 deildarmörk á leiktíðinni og hefur leikmaður frá Brasilíu ekki skorað fleiri mörk á sömu leiktíðinni í efstu deild á Englandi. Roberto er alls kominn með 36 deildarmörk á Englandi. Fyrrum félagi hans hjá Liverpool, Philippe Coutinho, á deildarmetið sem er 41 mark. Hver veit nema Roberto eigi eftir að ná Philippe á næstu misserum!


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan