| Sf. Gutt

Liðið hjálpar mér mikið!


Mohamed Salah, nýkjörinn Leikmaður ársins á Englandi, segir liðið og hvernig það spilar hafa hjálpað honum að ná þeim frábæra árangri sem  hann hefur náð hingað til á leiktíðinni. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum í gærkvöldi.  

,,Mér líður frábærlega. Ég hef lagt hart að mér og ég er hamingjusamur yfir því að hafa fengið þessa viðurkenningu. En mitt persónulega markimið að vinna eitthvað með liðinu. Ég hgsa alltaf um liðið en ekki sjálfan mig. Þess vegna er mikilvægast fyrir mig að vinna eitthvað með liðinu. Liðið hefur hjálpað mér mikið. Það hjálpar hvernig við spilum boltanum. Í sannleika sagt þá hjálpar liðið mér mjög mikið með hvernig ég hef verið að spila. Við erum komnir langt með að haf akomist í undanúrslit. Vonandi náum við að vinna keppnina."


Jürgen Klopp sendi Mohamed þessi skilaboð í gegnum fjarfundabúnað í gærkvöldi. 

,,Það er mjög fágætt í knattspyrnunni að maður vinni einstaklingsverðlaun því þetta er liðsíþrótt. Mér finnst þetta ótrúlega mikill heiður fyrir þig af því ert kosinn af öðrum leikmönnum í ensku deildunum. Þú getur verið virkilega stoltur og eins fjölskyldan þín. Fyrir hönd Liverpool fjölskyldunnar ítreka ég hamingjuóskir. Þetta hefur verið fræabær vegferð hingað til en þú veist að við eigum svolítinn spöl eftir. Bestu framtíðaróskir frá framkvæmdastjóranum þínum. Gerðu það nú að grípa verðlaunagripinn og drífðu þig heim. Við eigum að spila leik á þriðjudaginn. Sjáumst þá :)"   
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan