| Sf. Gutt

Undanúrslitasagan


Undanúrslitarimma Liverpool og Roma verður tíunda undanúrslitaviðureign Liverpool í Evrópubikarnum í Evrópusögu félagsins sem hófst á móti KR á Laugardalsvellinum í ágúst 1964.

- Liverpool hefur hingað til sjö sinnum komist í úrslit í þeim níu viðureignum sem eru að baki og tvívegis fallið úr leik. 

 - Þetta eru liðin sem Liverpool hefur slegið út í undanúrslitum. FC Zürich 1976/77, Borussia Moenchengladbach 1977/78, Bayern München 1980/81, Dimamo Bucharest 1983/84, Panathinaikos 1984/85, Chelsea 2004/05 og Chelsea 2006/07.

 

- Liverpool féll úr leik á móti Inter Milan 1964/65 og svo á móti Chelsea 2007/08.


- Liverpool og Roma léku til úrslita um Evrópubikarinn 1983/84 á Olympíuleikvanginum í Róm. Eftir framlengingu var staðan 1:1 en Liverpool vann 4:2 í vítaspyrnukeppni. 

- Liverpool og Roma hafa þar fyrir utan fjórum sinnum leikið saman í Evrópukeppni. Liðin hafa unnið sinn leikinn hvorn og tvívegis hefur verið jafntefli. Liðin mættust í Evrópukeppni félgasliða 2000/01. Liverpool vann þá 0:2 í Róm en tapaði 0:1 á Anfield. Leiktíðina eftir leiddu liðin saman hesta sína í riðalakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin skildu án marka í Róma en Liverpool vann 2:0 á Anfield.

Hér má lesa um Evrópuleiki Liverpool og Roma hingað til. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan