| Sf. Gutt

Liverpool fær sekt


Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað Liverpool Football Club eftir að stuðningsmenn liðsins stóðu fyrir ólátum fyrir Evrópuleikinn við Manchester City á Anfield Road. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu rútu síns liðs þegar hún kom að Anfield. En þegar rútan, sem leikmenn og forráðamenn Manchester City voru í, kom var dósum og flöskum kastað í rútuna. Liverpool fær sekt sem nemur um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna. Liverpool fékk líka fjársektir fyrir að stuðningsmenn liðsins skutu blysum inn á vellina á seinni leik Liverpool og Manchester City í Meistaradeildinni og eins í seinni leik Liverpool og Roma. 

Þess má geta að Roma fékk refsingu vegna óláta stuðningsmanna sinna í Liverpool fyrir fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Refsingin felst í því að Roma má ekki taka stuðningsmenn með sér á næsta útileik í Evrópukeppni. Einn stuðningsmaður Liverpool slasaðist lífhættulega eftir árás stuðningsmanna Roma fyrir fyrri leikinn. Hann hefur enn ekki náð sér.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan