| Sf. Gutt

Setja stefnuna á titilinn!


Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool, segir Liverpool hafa unnið ótrúleg afrek á leiðinni í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn á nýliðinni leiktíð. En nú þurfti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn. 

,,Liðið vann ótrúleg afrek. Ekki bara í því að komast í úrslitaleikinn heldur líka hvernig þeir hafa þróað leikstíl sinn. Það er kominn góður grunnur sem þarf að byggja á. Aðlaga liðið og bæta það. Mér finnst það mjög mikilvægt að núna á þessum tímapunkti sé það á hreinu hvernig liðið vill spila."



Xabi segir að þó síðasta leiktíð hafi verið mögnuð þá megi ekki staldra við. Nú verði að taka næsta skref upp á við og stefna á Englandsmeistaratitilinn. Liverpool var nærri því á sparktíðinni 2008/09 þegar Xabi spilaði með.



,,Næsta skref er ekki að stefna á að tryggja sæti meðal fjögurra efstu liða. Nú dugar ekkert annað en að setja stefnuna á titilinn og það verður erfiðasta skrefið. Við vitum að Liverpool getur unnið öll lið en það vantar stöðugleika yfir heila leiktíð og hann þarf að finna. Við vorum nærri því á sínum tíma en ekki nógu. Vonandi tekst það hjá núverandi liði."

Þetta er allt hárrétt hjá Xabi. Vonandi gengur það eftir sem hann ræðir hér um!








TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan