| Heimir Eyvindarson

Ekki merkileg frammistaða gegn Bury í dag

Liverpool gerði 0-0 jafntefli við Bury í þriðja æfingaleik sumarsins í dag. Klopp var ekkert sérstaklega hamingjusamur með frammistöðu sinna manna. 

Liverpool mætti til leiks með þrælsterkt lið; Karius, Clyne, Matip, Van Dijk, Moreno, Milner, Fabinho, Ojo, Origi, Sturridge og Curtis Jones.

Gomez, Klavan, Lallana, Robertson, Solanke, Woodburn, Keita, Chiriwella og kjúklingarnir Nathaniel Phillips og Rafael Camacho komu inn í hálfleik og Kamil Grabara kom í markið á 61. mínútu. Ryan Kent sat á bekknum allan tímann. 

Það er eiginlega ekkert um þennan leik að segja, Liverpool átti reyndar tvö skot sem Bury menn björguðu á línu og svo komst Camacho í gott færi undir lokin en rúllaði boltanum laflaust beint á markvörð Bury. 

Bury átti líka sín færi, það besta kom auðvitað eftir klúður frá Moreno, en niðurstaðan í dag 0-0 jafntefli í leik sem mun hafa verið frekar tíðindalítill. 

Jürgen Klopp lýsti vonbrigðum með ákvarðanatöku leikmanna sinna eftir leikinn: ,,0-0 er enginn heimsendir, en við áttum að gera miklu betur. Ungu strákarnir vilja allir sanna sig, en þeir verða að að sýna aðeins meiri kjark en í dag. Það voru nokkur atvik í leiknum þar sem menn tóku hreinlega kolrangar ákvarðanir á lykil augnablikum. Við verðum að laga það."

Næsti leikur er gegn Blackburn á fimmtudaginn. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan