| Grétar Magnússon

Salah tilnefndur

Mohamed Salah hefur verið tilnefndur sem leikmaður ársins í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2017-18 ásamt þeim Cristiano Ronaldo og Luka Modric.



Salah er þar með fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem kemst á þennan þriggja manna lista en árið 2011 hóf UEFA að útnefna besta leikmann tímabilsins í Meistaradeildinni. Hann er jafnframt fyrsti afríski leikmaðurinn sem kemst á þennan lista.

Salah skoraði 10 mörk í Meistaradeildinni á síðasta tímabili þegar liðið fór í úrslit en eins og allir vita tapaðist úrslitaleikurinn einmitt gegn þeim félögum í Real Madrid, Cristiano Ronaldo og Luka Modric.

Tilkynnt verður um sigurvegarann þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar fimmtudaginn 30. ágúst en Salah á einnig möguleika á því að vera kosinn besti sóknarmaður keppninnar á síðasta tímabili en þar etur hann kappi við enga aukvisa í þeim áðurnefnda Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Markvörðurinn Alisson Becker á einnig möguleika á því að vera kosinn besti markmaður keppninnar á síðasta tímabili fyrir frammistöður sínar með Roma sem komust í undanúrslit og féllu þar úr leik gegn Liverpool.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan