| Grétar Magnússon

19 leikmenn í landsliðsverkefnum

Alls er 19 leikmenn úr aðalliðshópi félagsins í verkefnum með landsliðum sínum þessa dagana. Hér má lesa hvað þeir taka sér fyrir hendur.



Þeir Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold og Jordan Henderson eru í landsliðshópi Englendinga sem mæta Spánverjum á Wembley í hinni nýju Þjóðadeild á laugardaginn kemur. Þrem dögum síðar spilar England við Sviss í vináttuleik á heimavelli Leicester, King Power Stadium. Eins og fram hefur komið á þessum vef var Adam Lallana einnig í landsliðshópnum en hefur snúið aftur á Melwood vegna meiðsla.

Xerdan Shaqiri og félagar í svissneska landsliðinu mæta Íslendingum á heimavelli á laugardaginn í Þjóðadeildinni og leika svo við Englendinga eins og áður sagði.

Dominic Solanke er í U-21 árs hópi Englands sem spilar í undankeppni Evrópumóts U-21 árs liða gegn Hollandi fimmtudaginn 6. september og svo gegn Lettlandi þriðjudaginn 11. september.

Curtis Jones er í U-18 ára hópnum hjá Englandi sem spila þrjá leiki í Limoges Tournament gegn Hollandi, Rússlandi og Frakklandi en leikirnir fara fram 5. - 9. september.

Nýr fyrirliði Skota, Andy Robertson leiðir sína menn til leiks gegn Belgíu í vináttulandsleik föstudaginn 7. september og Albaníu í Þjóðadeildinni þrem dögum síðar.

Simon Mignolet er í landsliðshópi Belga eins og venjulega en liðið mætir Skotlandi eins og áður sagði og heimsækir svo Ísland þann 11. september þar sem liðin mætast í Þjóðadeildinni.

Undankeppni Afríkumóts landsliða 2019 er í gangi og öll lið hafa spilað einn leik til þessa. Naby Keita og félagar í Gíneu mæta Mið-Afríkulýðveldinu, Senegal með Sadio Mané innanborðs mæta Madagaskar og Mohamed Salah mætir Níger með Egyptum.

Virgil van Dijk og Gini Wijnaldum eru í landsliðshópi Hollands sem spilar vináttuleik gegn Perú í Amsterdam 6. september og þrem dögum síðar mæta þeir heimsmeisturum Frakka í Þjóðadeildinni í Frakklandi.

Dejan Lovren sem verið hefur meiddur það sem af er tímabili var óvænt kallaður upp í króatíska landsliðshópinn fyrir leiki gegn Portúgal 6. september og Spáni þann 11. september. Verður fróðlegt að sjá hvort hann spili eitthvað í þeim leikjum.

Alisson Becker, Fabinho og Roberto Firmino eru með Brasilíumönnum í Bandaríkjunum þar sem liðið undirbýr sig fyrir undankeppni Copa America 2019. Liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Bandaríkjunum og El Salvador 7. og 11. september.

Kamil Grabara er í U-21 árs landsliðshópi Pólverja sem leika í undankeppni Evrópumótsins gegn Færeyjum 7. september og Finnlandi fjórum dögum síðar.

Loks er það svo Rafa Camacho sem er í U-19 ára hópi Portúgala sem spila tvo æfingaleiki við Ítala 7. og 10. september.

Vonandi skila allir leikmenn sér heilum heim úr þessum verkefnum og vissulega er vont fyrir Liverpool að vera strax búið að missa Adam Lallana í meiðsli.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan