| Grétar Magnússon

Breytingar á leikjum

Sjö leikjum Liverpool í úrvalsdeildinni hefur verið breytt í desember og janúar vegna beinna sjónvarpsútsendinga.

Fyrsti leikur mánaðarins er af dýrari gerðinni þegar Everton mæta á Anfield. Leikurinn fer fram sunnudaginn 2. desember og verður flautað til leiks klukkan 16:15.

Miðvikudaginn 5. er útileikur við Burnley og hefjast leikar klukkan 19:45.

Þann 8. desember er útileikur við Bournemouth og verður það fyrsti leikur umferðarinnar sem hefst klukkan 12:30.

Stórleikur er á dagskrá á Anfield í umferðinni þar á eftir þegar Manchester United koma í heimsókn. Leikurinn hefur verið færður til sunnudagsins 16. desember og hefst hann klukkan 16:00.

Liverpool spilar í fyrsta sinn á föstudagskvöldi á þessu tímabili þegar Úlfarnir verða sóttir heim. Nánar tiltekið þann 21. desember klukkan 20:00.

Enn einn stórleikur mánaðarins verður svo laugardaginn 29. desember þegar Arsenal mæta á Anfield en sá leikur hefst klukkan 17:30.

Talandi um stórleiki þá er væntanlega sá allra mikilvægasti í þessari hátíðatörn heimsókn okkar manna á Etihad leikvanginn gegn Manchester City. Sá leikur fer nú fram fimmtudaginn 3. janúar klukkan 20:00.

Að lokum má svo nefna að heimaleikur gegn Leicester City verður í beinni sjónvarpsútsendingu á BT Sports sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Leiktíminn er þó óbreyttur, miðvikudaginn 30. janúar klukkan 20:00.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan