| Heimir Eyvindarson

Markahæstur í deildinni þrátt fyrir langt þurrkatímabil



Sadio Mané skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Eftir það tók við lengsta markaþurrðartímabil sem hann hefur átt frá því hann kom til Liverpool. 

Mané er markahæstur leikmanna Liverpool í Úrvalsdeild, með 6 mörk. Einu meira en Mo Salah og einu minna en Hazard og Aubameyang sem eru á toppnum.

Þegar litið er á markaskorun í öllum keppnum eru þeir félagar Salah og Mané jafnir, með 7 mörk hvor.

Eftir öfluga byrjun á leiktíðinni komu 7 leikir í röð þar sem Mané tókst ekki að koma boltanum í netið. Til allrar hamingju setti hann boltann loks yfir línuna undir lok leiksins gegn Rauðu Stjörnunni í síðustu viku og endaði þar með sitt lengsta markalausa skeið í Liverpool búningi. 

Mönnum er tíðrætt um að framherjar Liverpool hafi haft hægt um sig nú í upphafi leiktíðar, en þeir Mané og Salah eru allavega á góðu róli. Tölfræðin hjá Salah er af öðrum heimi eins og fram hefur komið en tölfræðin hjá Mané er hreint ekki slæm heldur. Hann hefur nú skorað 18 mörk í síðustu 30 leikjum. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan