Jordan Williams

Fæðingardagur:
06. nóvember 1995
Fæðingarstaður:
Bangor, Wales
Fyrri félög:
Wrexham
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2014

Jordan Williams heitir í raun Michael Williams en er iðulega kallaður Jordan af liðsfélögum sínum og þjálfurum.

Williams gekk til liðs við U14 ára lið félagsins á sínum tíma frá Wrexham og spilar hann reglulega með U21 árs liði félagsins.

Hann hefur spilað með U17 ára liði Wales og getur spilað sem miðvörður eða á miðri miðjunni. Hann þykir góður sendingamaður og getur sent boltann stutt sem langt. Hann á einnig auðvelt með að lesa leikinn sem hentar honum vel hvort sem hann spilar í vörninni eða á miðjunni.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsis er hann kom inná sem varamaður fyrir Jordan Rossiter í Deildarbikarleik gegn Middlesboro 23. september 2014.


Tölfræðin fyrir Jordan Williams

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2014/2015 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
2016/2017 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0

Fréttir, greinar og annað um Jordan Williams

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil