Ragnar Klavan

Fæðingardagur:
30. október 1985
Fæðingarstaður:
Viljandi, Eistlandi
Fyrri félög:
Elva, Tulevik, Flora, Vålerenga (lán), Heracles, AZ, Augsburg
Kaupverð:
£ 4200000
Byrjaði / keyptur:
20. júlí 2016

Ragnar Klavan kom til félagsins þann 20. júlí 2016 frá FC Augsburg í Þýskalandi en hann var þar í fjögur ár.  Hann er fyrirliði eistneska landsliðsins og hefur spilað yfir 100 leiki fyrir þjóð sína.

Hinn þrítugi Klavan er örfættur og spilar sem miðvörður en getur einnig leyst af hendi vinstri bakvarðastöðuna ef svo ber undir.

Hann hóf ferilinn í heimalandinu hjá Elva þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik í mars árið 2002, þá aðeins 16 ára að aldri.  Hann var svo seldur til Flora sem er lið frá höfuðborginni Tallin og vann meistaratilinn árið 2003.  Tveimur árum síðar hélt hann til Hollands er Heracles keyptu hann.  Árið 2009 var hann svo seldur til hollenska liðsins AZ Alkmaar, nánar tiltekið í janúarmánuði.  Þar spilaði hann undir stjórn Luis Van Gaal og liðið gerði sér lítið fyrir og vann hollensku deildina á því tímabili.

Eftir þrjú og hálft ár hjá AZ var hann svo seldur til Augsburg.

Klavan verður þar með annar Eistinn sem spilar í úrvalsdeildinni en markvörðurinn Mart Poom reið á vaðið og spilaði fyrstur Eistlendinga í deildinni.

Tölfræðin fyrir Ragnar Klavan

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2016/2017 20 - 0 1 - 0 4 - 1 0 - 0 0 - 0 25 - 1
2017/2018 18 - 1 0 - 0 1 - 0 8 - 0 0 - 0 27 - 1
Samtals 38 - 1 1 - 0 5 - 1 8 - 0 0 - 0 52 - 2

Fréttir, greinar og annað um Ragnar Klavan

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil