Alex Manninger

Fæðingardagur:
04. júní 1977
Fæðingarstaður:
Salzburg
Fyrri félög:
FK Grazer, Arsenal, Fiorentina, Espanyol, Torino, Bologna, Red Bull Salzburg, Siena, Udinese, Juventus, Augsburg
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
22. júlí 2016

Alex Manninger kom til félagsins á frjálsri sölu í júlí 2016 eftir að hafa verið á mála hjá Augsburg í Þýskalandi í fjögur ár.

Manninger er 39 ára markvörður og með mikla reynslu en hann spilaði á árum áður með Arsenal, þangað kom hann árið 1997 frá AK Grazer í heimalandi sínu Austurríki.

Manninger var í fimm ár hjá Arsenal og átti stóran þátt í meistaratímabili þeirra tímabilið 1997-1998 þegar David Seaman, aðalmarkvörður þeirra átti við meiðsli að stríða.

Hann var svo lánaður til Fiorentina tímabilið 2001-02 og hélt svo á brott frá Arsenal til spænska liðsins Espanyol.  Hann lék svo með fleiri liðum, Torino, Bologna, Red Bull Salzburg, Siena og Udinese og árið 2008 fór hann til Juventus og var varamarkvörður fyrir Gianluigi Buffon þar.

Hann spilaði alls 34 landsleiki fyrir Austurríki á tímabilinu 1999-2009 en árið 2012 gekk hann svo til liðs við Augsburg frá Juventus.

Hann sat á varamannabekknum þegar Liverpool mætti Augsburg í Evrópudeildinni í febrúar á þessu ári.

Tölfræðin fyrir Alex Manninger

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2016/2017 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Alex Manninger

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil