Dr Fun látinn
Fréttir hafa borist af því á spjallborðunum úti að hinn frægi Dr Fun lést um helgina. Hann var fastagestur á The Kop í marga áratugi og vakti mikla athygli fyrir skrautlegan klæðnað og dúkkuna Charlie sem var jafnan með í för.
Dr Fun hefur sést minna á Kop undanfarin misseri vegna þess að hann barðist við krabbamein síðastliðin ár sem hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir um helgina.
Ég hitti Dr Fun einu sinni eftir leikinn gegn Alaves í úrslitum Evrópukeppni félagsliða í Dortmund og einu orðin sem hann yrti á mig voru "F... Off." þegar ég ætlaði að heilsa upp á hann því að hann var vægast sagt búinn að vera eftir stuðninginn í leiknum og þó nokkra bjóra. Flestir bera honum þó vel söguna og hann hafi jafnan tekið vel á móti fólki sem vildi heilsa upp á goðsögnina..
RIP Dr Fun....
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu