Atletico Madrid freistar Reina ekki
Jose Manuel Reina hefur síðan í sumar verið mikið orðaður við för aftur til heimalands síns Spánar og þá til að leika með Atletico Madrid. Hann fullyrðir hinsvegar að Atletico sé ekki staður sem að heillar hann og að hann hafi ekki áhuga á að fara.
Jose Reina sagði: "Ég er upp með mér, en á þessum tímapunkti yrði ekki gott fyrir mig að flytja vegna þess að fjölskyldu minni líður vel hér.
Mér líður vel hérna og mér finnst ég vera mikils metinn, og ég hef enga ástæðu til að fara."Miguel Reina, faðir Jose, lék fyrir hönd Atletico á áttunda áratugnum. Þrátt fyrir að hafa fæðst í Madríd þá var Reina í unglingastarfi Barcelona og var síðan keyptur til Villareal. Þar sem að hann lék í þrjú tímabil og þá keypti Rafa Benítez hann til Liverpool, þar sem að hann hefur verið aðalmarkmaður liðsins síðan.
Ekkert opinbert tilboð eða viðræður hafa átt sér stað á milli Liverpool eða Reina og Atletico Madrid, en Reina hefur engu að síður komið fram og vísað þessum orðrómum á bug.
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim