| Grétar Magnússon
Liverpool staðfesti í dag ráðningu Jose Segura og mun þessi 48 ára gamli Spánverji hefja störf 1. júní. Mun hann vinna undir forstjóra Akademíunnar, Frank McParland.
Segura er gríðarlega reynslumikill í knattspyrnuheiminum og vann hann t.a.m. hjá Barcelona að unglinga- og B-liði félagsins. Hann hefur því komið að ferli margra frábærra knattspyrnumanna hjá félaginu, t.d. Andres Iniesta, Victor Valdes, Gerard Pique, Bojan Krkic, Cesc Fabregas og Mikel Arteta.
Hann hélt svo til Grikklands, nánar tiltekið til AEK Athens og gerðist svo aðstoðarþjálfari hjá Olympiacos áður en hann tók við að Takis Lemonis sem knattspyrnustjóri og gerði hann þá að tvöföldum meisturum árið 2008.
Rafa Benítez hafði þetta að segja um Segura: ,,Það er mikið verk óunnið hjá Akademíunni, en við höfum lagt hart að okkur við að ná í bestu starfsmennina og Jose er frábær viðbót. Hann hefur unnið með nokkrum af bestu knattspyrnumönnum Spánar og hann þekkir vel hvað þarf til að gera unga leikmenn klára fyrir aðalliðið. Hann hefur einnig mikla reynslu af því að þjálfa lið á toppnum eftir velgengni hans með Olympiacos og ég er hæstánægður með að hann hafi samþykkt að koma hingað."
TIL BAKA
Jose Segura ráðinn tæknilegur framkvæmdastjóri Akademíunnar

Segura er gríðarlega reynslumikill í knattspyrnuheiminum og vann hann t.a.m. hjá Barcelona að unglinga- og B-liði félagsins. Hann hefur því komið að ferli margra frábærra knattspyrnumanna hjá félaginu, t.d. Andres Iniesta, Victor Valdes, Gerard Pique, Bojan Krkic, Cesc Fabregas og Mikel Arteta.
Hann hélt svo til Grikklands, nánar tiltekið til AEK Athens og gerðist svo aðstoðarþjálfari hjá Olympiacos áður en hann tók við að Takis Lemonis sem knattspyrnustjóri og gerði hann þá að tvöföldum meisturum árið 2008.
Rafa Benítez hafði þetta að segja um Segura: ,,Það er mikið verk óunnið hjá Akademíunni, en við höfum lagt hart að okkur við að ná í bestu starfsmennina og Jose er frábær viðbót. Hann hefur unnið með nokkrum af bestu knattspyrnumönnum Spánar og hann þekkir vel hvað þarf til að gera unga leikmenn klára fyrir aðalliðið. Hann hefur einnig mikla reynslu af því að þjálfa lið á toppnum eftir velgengni hans með Olympiacos og ég er hæstánægður með að hann hafi samþykkt að koma hingað."
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum!
Fréttageymslan