| Birgir Jónsson
Enn gæti bæst í hóp þeirra leikmanna sem yfirgefa Anfield í sumar. Xabi Alonso og Alvaro Arbeloa hafa nú þegar yfirgefið bátinn fyrir Real Madrid og nú er Lucas Leiva að velta möguleikum sínum fyrir sér. Corinthians hafa áhuga á að koma honum aftur til Brasilíu. Þessi 22ja ára miðjumaður hefur aðeins verið 25 sinnum í byrjunarliðinu síðan hann kom frá Gremio fyrir 6 milljónir punda árið 2007 og hafði vonast eftir að verða fastamaður í byrjunarliðinu eftir brottför Alonsos.
En Rauðliðar biðu ekki lengi með að næla í Alberto Aquilani í stað Alonso og Lucas viðurkennir að hann vilji fara ef hann heldur áfram í hlutverki sínu sem varamaður á næstkomandi tímabili.
"Það verður að koma í ljós hver áform Benítez eru en forseti Corinthians veit nú þegar að ég hef áhuga og hvað ég vil gera," sagði Lucas við sjónvarpsstöðina Terra. Það er talið að Lucas hafi nú þegar rætt við yfirmann Corinthians Andre Sanches, sem sagði í viðtali við Marca að viðræðurnar séu í góðum farvegi og já hafi komið frá leikmanninum.
TIL BAKA
Lucas á leið út?

En Rauðliðar biðu ekki lengi með að næla í Alberto Aquilani í stað Alonso og Lucas viðurkennir að hann vilji fara ef hann heldur áfram í hlutverki sínu sem varamaður á næstkomandi tímabili.
"Það verður að koma í ljós hver áform Benítez eru en forseti Corinthians veit nú þegar að ég hef áhuga og hvað ég vil gera," sagði Lucas við sjónvarpsstöðina Terra. Það er talið að Lucas hafi nú þegar rætt við yfirmann Corinthians Andre Sanches, sem sagði í viðtali við Marca að viðræðurnar séu í góðum farvegi og já hafi komið frá leikmanninum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan