| Sf. Gutt
Dirk Kuyt kom Liverpool í 2:1 gegn West Ham á laugardaginn þegar hann fylgdi eftir skalla Steven Gerrard. Hugsanlega hefði boltinn farið í markið en Dirk sá um að koma boltanum rétta boðleið. Hann hefur samt sagt að hann sé tilbúinn að gefa Steven markið!
"Skallinn frá Stevie var frábær og ég var tilbúinn við fjærstöngina ef boltinn myndi fara framhjá. Mér fannst ég snerta boltann en ef við gætum gefið Steve markið þá myndi ég glaður gera það. Auðvitað er það gott að skora og þá sérstaklega fyrir sóknarmenn en ég segi enn og aftur að mér finnst að Stevie verðskuldi markið frekar en ég."
Það er sannarlega fágætt að sóknarmaður vilji gefa öðrum leikmanni mark sem hann hefur sjálfur skorað. Markið gegn West Ham er fjórða markið sem Dirk skorar á keppnistímabilinu og hann hefur skorað mörg mörk á ferlinum. En Hollendingurinn verður seint sakaður um eigingirni.
TIL BAKA
Dirk vill gefa markið sitt!

"Skallinn frá Stevie var frábær og ég var tilbúinn við fjærstöngina ef boltinn myndi fara framhjá. Mér fannst ég snerta boltann en ef við gætum gefið Steve markið þá myndi ég glaður gera það. Auðvitað er það gott að skora og þá sérstaklega fyrir sóknarmenn en ég segi enn og aftur að mér finnst að Stevie verðskuldi markið frekar en ég."
Það er sannarlega fágætt að sóknarmaður vilji gefa öðrum leikmanni mark sem hann hefur sjálfur skorað. Markið gegn West Ham er fjórða markið sem Dirk skorar á keppnistímabilinu og hann hefur skorað mörg mörk á ferlinum. En Hollendingurinn verður seint sakaður um eigingirni.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan