| Sf. Gutt

Annar Íslendingur á leið til Liverpool!

Allt útlit er á að tveir Íslendingar verði á mála hjá Liverpool áður en langt um líður. Hafnfirðingurinn Kristján Gauti Emilsson mun að öllum líkindum semja við félagið í næstu viku! Greint er frá þessu á vefjunum Ruv.is, Visir.is og Fótbolti.net og kannski víðar.  

Kritján Gauti var við æfingar hjá Liverpool í síðasta mánuði og nú hefur honum verið boðið út til Liverpool með það í huga að við hann verði gerður samningur. Samkvæmt frétt Rúv.is hafa Liverpool og F.H. komist að samkomulagi og því er það undir Kristjáni komið hvort af samningum verður. Fátt á að koma í veg fyrir að Kristján samþykki samninginn. Þetta sagði hann á Vísi.is. ,,Það var planið hjá mér að vera áfram heima í einhver ár til viðbótar en þá kom þetta tilboð sem ég gat ekki hafnað."

Kristján Gauti er 16 ára gamall og leikur jafnan sem miðjumaður. Hann lék þrjá leiki með Íslandsmeistaraliði F.H. í sumar. Kristján hefur spilað með þremur yngri landsliðum Íslands. Tvo leiki hefur hann spilað með undir 19 ára liðinu, þrjá með undir 18 liðinu og sjö með undir 17 ára liðinu. Alls hefur hann skorað sex mörk í þessum leikjum.

Verði af samningum verður Kristján Gauti Emilsson þriðji Íslendingurinn til að vera á mála hjá Liverpool. Haukur Ingi Guðnason varð fyrstur í röðinni og Guðlaugur Victor Pálsson er nú hjá Liverpool. Haukur komst lengst í varaliðið og Guðlaugur, sem kom til Liverpool fyrir tæpu ári, hefur verið fastamaður í því liði frá því hann fór til Englands.

Þetta ætti allt að vera draumur fyrir Kristján Gauta sem er stuðningsmaður Liverpool og uppáhaldsleikmaður hans er Steven Gerrard. 

Hér er viðtal við Kristján sem kom í Ríkissjónvarpinu í kvöld.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan