| Grétar Magnússon
Þessi fyrirsögn hljómar ansi ótrúlega enda er hún aðeins til gamans gerð. Þannig er mál með vexti að vaxmynd af Steven Gerrard verður sýnd í hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í London.
Vaxmyndin verður staðsett í sérstöku gagnvirku íþróttasvæði (Sports Zone) í safningu og verður vaxmynd fyrirliðans klædd búningi félagsins sem hann gaf sjálfur til verksins.
Gerrard sagði af þessu tilefni: ,,Það er virkilega skemmtilegt að hafa mína eigin vaxmynd í Madame Tussauds safninu."
Unnið hefur verið að vaxmyndinni síðan í október á síðasta ári þegar vaxmyndasmiðirnir hittu Gerrard á æfingasvæðinu á Melwood. Á meðan Gerrard sat fyrir voru teknar yfir 300 mælingar og myndir til að vinna með. Myndin er nú tilbúin og er kostnaðurinn í kringum 150.000 pund sem eru tæpar 31 milljón íslenskra króna á núverandi gengi.
Liz Edwards, fjölmiðlafulltrúi sagði þetta um málið: ,,Við erum hæstánægð og bjóðum Steven Gerrard velkomin á þessa sérstöku sýningu á HM ári. Hann mun ganga til liðs við félaga sína í landsliðinu, þá David Beckham og Wayne Rooney og gestir munu geta reynt sína eigin hæfni í knattspyrnu við þessa snillinga.
Þetta sérstaka íþróttasvæði í Madame Tussauds safninu mun sýna marga fræga íþróttakappa, t.d. þá Mohammed Ali, Jesse Owens og Lewis Hamilton svo einhverjir séu nefndir.
TIL BAKA
Gerrard seldur fyrir 150.000 pund !

Vaxmyndin verður staðsett í sérstöku gagnvirku íþróttasvæði (Sports Zone) í safningu og verður vaxmynd fyrirliðans klædd búningi félagsins sem hann gaf sjálfur til verksins.
Gerrard sagði af þessu tilefni: ,,Það er virkilega skemmtilegt að hafa mína eigin vaxmynd í Madame Tussauds safninu."
Unnið hefur verið að vaxmyndinni síðan í október á síðasta ári þegar vaxmyndasmiðirnir hittu Gerrard á æfingasvæðinu á Melwood. Á meðan Gerrard sat fyrir voru teknar yfir 300 mælingar og myndir til að vinna með. Myndin er nú tilbúin og er kostnaðurinn í kringum 150.000 pund sem eru tæpar 31 milljón íslenskra króna á núverandi gengi.
Liz Edwards, fjölmiðlafulltrúi sagði þetta um málið: ,,Við erum hæstánægð og bjóðum Steven Gerrard velkomin á þessa sérstöku sýningu á HM ári. Hann mun ganga til liðs við félaga sína í landsliðinu, þá David Beckham og Wayne Rooney og gestir munu geta reynt sína eigin hæfni í knattspyrnu við þessa snillinga.
Þetta sérstaka íþróttasvæði í Madame Tussauds safninu mun sýna marga fræga íþróttakappa, t.d. þá Mohammed Ali, Jesse Owens og Lewis Hamilton svo einhverjir séu nefndir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Komnir til Japan -
| Sf. Gutt
Luis Díaz er á förum -
| Sf. Gutt
Tap í æfingaleik -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Kemur Alexander Isak? -
| Sf. Gutt
Hugo Ekitike semur við Liverpool -
| Sf. Gutt
Englandsmeistararnir til Kína -
| Sf. Gutt
Stórsigur í æfingaleik -
| Sf. Gutt
Hvað verður um Darwin?
Fréttageymslan